Sunday, October 20, 2013

Herra töffari :-)

Vinur minn kom í myndatöku til mín fyrir helgi.  Þegar mamma hans bað mig um að taka myndir af honum hugsaði ég....nei, herra töffari er ekki að fara út í skóg í rómantíska myndatöku....hehe. 
 
Þannig að við skipulögðum bara töffaramyndatöku til að leyfa honum að njóta sín, töffaraföt, hjólabrettið, heyrnatólin og ipodinn, graffítiveggur og svo smá breik ;-)
 
...og útkoman varð svona litrík, lifandi og skemmtileg :-)
 


 Kveðja
Kristín Vald

 

Thursday, October 10, 2013

...og hún sat á bryggjupollanum

....hún Lína :-)

Náði nokkrum myndum í veðurblíðunni á mánudaginn síðasta.  Maður verður að grípa hvert tækifæri þar sem allt var orðið hvítt morguninn eftir.







Svo vil ég alveg endilega minna á kommentakerfið hérna fyrir neðan, mjög einfalt.  Velja Anonymous og bara segja hæ.  Svoldið leiðinlegt að vera stundum bara að tala við vegginn ;-)

Shared with: Favorite photo Friday, Sunday snapshot

knús og kram
Kristín

Monday, October 7, 2013

Blómauppstilling

Hér kemur eitthvað sem ég er ekki vön að gera, uppstilling á blómum.  Þetta er verkefni sem ég gerði á ljósmyndanámskeiðinu mínu þar sem við áttum að taka "fine art flower photo"
 
 
Tókst bara alveg ágætlega upp í þessu verkefni :-)
 
Kristín