Monday, May 21, 2012

Snagar

Jæja, hérna er svo nýjasta verkefnið mitt, snagar í sumarbústaðinn.


Ég sá úrfærslu á svona snögum á Pinterestinu í fyrra og ákvað strax að ég myndi gera svona í sumarbústaðinn okkar.  Þannig að í heilt ár er ég búin að vera að safna að mér allskyns hnúðum í allskonar búðum, hérlendis (Tekk, Evita, Borð fyrir tvo, Tiger, Söstrene, Laura Ashley ofl) og erlendis (Anthropology).  Alveg ótrúlega mikið til af fallegum hnúðum.


Svo var ég að sjálfsögðu búin að senda kallinn út í bílskúr til að útbúa fyrir mig plötuna.  Svo var bara að mála og bora.



 Síðan þurfti að raða hnúðunum saman á spjöldin og ákvað ég að hafa það eftir litaþema.  Það eru sem sagt þrjú svefnherbergi í bústaðnum og fær hvert herbergi sinn lit og sitt þema eftir þessum snögum.  Sem sagt eitt herbergi verður blátt, eitt grænt og eitt bleikt :-)


 Svo voru snagarnir loksins hengdir upp um helgina og koma þeir bara ótrúlega vel út.

Hérna eru bláu snagarnir:




...og svo grænu snagarnir í græna herberginu:





Bleiku snagarnir:



Hér er svo kveikjan af þessum skemmtilegu snögum.  Alveg ótrúlega mikið af flottum hugmyndum þarna úti á veraldarvefnum....og þá er bara að framkvæma :-)





Svo væri mjög gaman að fá smá komment frá ykkur.  Ég sé að ég er að fá ótrúlega mikið af heimsóknum á síðuna mína en fá komment.  Ekki vera feimin :-)

kveðja
Kristín

19 comments:

  1. Ferlega flott og skemmtileg hugmynd. Æðislegir snagarnir.

    ReplyDelete
  2. sá einmitt eina af þessum myndum fyrir löngu síðan og hef verið að safna í sama tilgangi, en ekki staðið mig jafn vel í söfnuninni og þú, geggjaðir snagar sem þú ert komin með. En ég er að reka mig á að þeir eru avo langir. sagaðiru bara aftan af þeim?
    Mér finst þeir algjört æði hjá þér, sniðugt að raða eftir lit og bara snilld í alla staði.

    takk fyrir þenann frábæra póst.
    kv Stína

    ReplyDelete
  3. Ég er líka alveg heilluð af Pinterest, ófáir klukkutímarnir hafa farið í að skoða allt það dásamlega sem til er.
    Mér finnst þessi snagahugmynd algjört æði hjá þér og mig grunar að ég fari að kippa með mér einum og einum snaga hér eftir ...

    ReplyDelete
  4. Takk stelpur :-)

    Ég lét nú kallinn alveg um "grófu" hliðina á þessu verkefni. En þegar hann var búinn að bora götin þá boraði hann í kringum gatið að aftan (gerði gatið breiðara) þannig að róin kæmist fyrir....annars væri ekki hægt að hengja upp spjaldið. Síðan sagaði hann af snögunum að aftan....væntanlega með járnsög ;-)

    Já, ég mæli með að kippa með einum og einum því að þessir hnúðar eru nú ekkert ókeypis ;-)

    ReplyDelete
  5. Vá hvad thetta er "Kristínarlegt":-) Virkilega fallegir snagar! Hlakka svo til ad sjá öll herbergin í litunum sínum!

    Knús

    ReplyDelete
  6. Ofsalega fallegt :)
    hef líka séð þessar myndir en hugmyndin mín komst aldrei lengra en í kollinn ;) Flott framkvæmd hjá þér :)
    kv.
    Halla (ein sem datt inná þetta skemmtilega blogg fyrir ekki svo löngu)

    ReplyDelete
  7. Yndislega fallegt hjá þér :)
    Svo mikið mikið dásamlegt!

    *knús

    ReplyDelete
  8. Flottir snagar og koma mjög vel út. Ég á einmitt þessa sömu mynd af snögum sem ég er búin að eiga lengi í tölvunni en aldrei komið í verk að gera. Það fæst fullt af alls konar fallegum höldum í Sirku á Akureyir
    http://www.sirka.is/
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  9. glæsilegt að vanda hjá þér nafna mín :)
    Kemur mjög vel út og ekta fyrir bústað :)
    knús í hús
    Stínan

    ReplyDelete
  10. Ekkert smá fallega útfært hjá þér nafna, þeir eru dásamlegir alveg hreint :)

    ReplyDelete
  11. Vá, en flott... Ég á pottþétt eftir að fá þessa hugmynd í láni fyrir sumarbústaðinn
    Kv, Lilja

    ReplyDelete
  12. Vá skemmtilegt blogg! Er búin að skella því á blogg listann minn og mun fylgjast vel með.
    Takk fyrir mig,
    kv, Hanna

    ReplyDelete
  13. Yes there it is,what a funny coincidence:)))))
    Such a good idea,and your pictures here just convinced Even more to do the same:)))

    Loooove all the inspiration everywhere:))))
    Tovehugs:)))

    ReplyDelete
  14. Jahá þessi hugmynd er snilld! Er einmitt að skoða hnúða með öðru auganu með Lóu í huga og víðar ;-)

    Knús...Pinterst er alveg mega! :)

    Sigga

    ReplyDelete
  15. Flott hjá þér kemur mjög flott út.
    kv bsb

    ReplyDelete
  16. Flott. Elska þennan neðsta.

    ReplyDelete
  17. Brjálæðislega flott og fallegt!
    Takk fyrir mig :)

    Kv. Guðný.

    ReplyDelete