Sunday, November 11, 2012

Lægð

 
 
Ekki alveg duglegasti bloggarinn í bænum og má segja að ég sé í talsverði lægð ! En hugurinn er á fullu þessa dagana að skipuleggja fyrir bústaðinn, vetrarskreytingar í stofunni, jólagjafahugmyndir og skreytingar, jólakortapælingar og meira og meira.  En ég mætti kannski vera duglegri að framkvæma....hehe....en það fer tími í heimildarvinnuna, er á fullu að finna hugmyndir á pinterestinu ;-)
 
En kannski ég hendi bara inn einni uppskrift af túrillunum mínum góðu.  Þær eru mjög góðar og fínar t.d. í saumaklúbbinn, á ættarmótið, í útileguna, á bekkjarkvöldið eða hvað sem er :-)

Túrillur

2 pakkar tortillur
1 dós sýrður rjómi
1/2 flaska grænmetissósa (E.Finnsson)
1 lítil dós rjómaostur
1 Púrrulaukur
Ostur
Salsa sósa
 
Hrærið öllu sósugumsinu saman, skerið púrrulaukinn smátt og blandið saman við.  Smyrjið tortillukökurnar, setjið sneiddan ost yfir og lokið með annari köku. Skerið svo samlokurnar í sneiðar. Gott er að setja samlokurnar í kæli og skera þær kaldar, þá verða kökurnar mýkri og sósan fer eki út um allt. Berið svo fram með salsa sósu.
 
 

No comments:

Post a Comment