Lífið er bara svo miklu skemmtilegra með smá liti í kringum sig :-) Þess vegna ákváðum við að leyfa litunum að njóta sín í sumarbústaðnum okkar. Grunnurinn er hvítur og svo skreytum við með mildum pastel litum, bláum, bleikum, grænum, gulum....
Verð nú að segja að Söstrene Grene hefur staðið sig ótrúlega vel í að bjóða landanum upp á litríkan borðbúnað og er meirihlutinn í eldhúsinu okkar úr þeirri ágætu búð :-)
Ákváðum að hafa opnar hillur í eldhúsinu til að leyfa góssinu að njóta sín !
Líður ykkur ekki bara miklu betur ;-)
Svo vitið þið að það er hægt að "kommenta" við allar færslur hérna á blogginu mínu. Ég veit um fullt af lesendum sem ég þekki sem eru að fylgjast með....látið nú heyra í ykkur ;-)
kveðja
Kristín krútt