Sunday, December 23, 2012

Jólagleði

Jæja, jólagleðin er allsráðandi í Blómvanginum þessa dagana.  Allt komið í jólabúninginn og hér er beðið eftir jólunum í rólegheitunum.  Tók nokkrar myndir af jólagleðinni og vona að þið njótið eins vel og við gerum :-)
 
Rauðir túlipanar finnst mér ómissandi um jólin.
 
 
Jólatréð í stofu stendur.....
 
 
Nokkur falleg hjörtu fá að njóta sín, öll keypt í ILVU.
 
 
 
 
 
Fallega Habitat jólatréð mitt, orðið örugglega 9 ára gamalt en alltaf sígilt !
 

 
Hreindýrin sætu úr ILVA.
 
 
Málaði þessa jólasveina fyrir löngu og þykir mér voðalega vænt um þá.
 
 
 
Litli þæfðu eplin fékk ég í jólagjöf í fyrra frá eldri dóttur minni.  Dagatalið okkar í baksýn.
 
 
Sætar krukkur úr Rúmfó, bætti smá borða utanum þær til að gera þær aðeins jólalegri :-)
 
 
Jólastelpurnar, keyptar í Hagkaup fyrir nokkrum árum.
 
 
....og hreindýr að sjálfsögðu !
 
 
 
 
 
Hef alltaf fundist svona syngjandi fjölskyldur svo jólalegar og fann þessa fyrir nokkrum árum.
 
 
Eitt skemmtilegt og öðruvísi hreindýr :-)
 
 
 
Engillinn minn frá Kötu er uppi hjá mér allt árið, en verður jólaengill um jólin :-)
 
 
Lítill sætur bambi úr Myconceptstore.
 
 
Jólapósturinn á sínum stað.
 
 
Nýjasta framleiðslan í Blómvanginum, lurkakertastjakar.   Já, ég sendi kallinn út í garð til
að bjarga jólagjöfunum :-)  Maður verður nú að bjarga sér á þessum síðustu og verstu !!
 
 
....og svo verður svo kósý þegar skyggja tekur.
 
 
 
Njótið nú jólanna kæru bloggvinir :-)
 
kveðja
Kristín

4 comments:

 1. hjörtun á snögunum koma sérstaklega vel út! Annars allt svo fallegt og jólalegt :-)

  ReplyDelete
 2. Æ hvað þetta er allt saman fallegt og notalegt hjá ykkur, njótið vel og innilega, gleðilega hátíð!

  ReplyDelete
 3. Kristín mín það er allt æði hjá ykkur svooo virkilega fallegt og mikið jóla...elska hreindýr líka! :-)
  Mér finnst serían á jólatrénu svo falleg, hvar fékkstu hana ??
  PdL kom í hús fyrir jólin og við alveg ógó ;) ánægð, vonandi þú/þið líka ?

  Knús í hús
  Sigga

  P.S. Hlakka til að fylgjast með áframh. færslum og fallegum myndum !! :-)


  ReplyDelete