Friday, December 21, 2012

Jólatrésdúkur

Jæja, nú gengur þetta ekki lengur....alveg að koma jól og engin almennileg jólafærsla komin.  En ég lofa betrum og bótum !!

Ákvað í dag þar sem við vorum að skreyta jólatréð okkar að sýna ykkur jólatrésdúkinn okkar sem ég saumaði sjálf (sem er alveg ótrúlegt hjá konu sem saumar ekki né prjónar !!).  Hreindýraæði byrjaði greinilega snemma hjá mér en ég saumaði dúkinn fyrir jólin 2003.  Hugmyndina fékk ég í Marie Claire idees jólablaði.

Hér er svo dúkurinn.  Ætlaði víst alltaf að ganga frá kantinum en það hefur ekki verið gert ennþá og algjörlega óvíst hvort það verði gert í framtíðinni ;-)
 

 Hér er svo jólatréð komið á dúkinn, kannski ekki alveg fallegasti fóturinn en hann týnist í pakkaflóði !


Hugmyndin úr jólablaði Marie Claire idees 2003.  En hreindýramunstrið var upphaflega á dúk sem er líka mjög flott en ég ákvað að hafa það á jólatrésdúknum.
 

 
...og hérna er tréð svo á dúknum og systurnar að skreyta það !


Svo er smá forsmekkur á gleðinni í næsta pósti, jólaskraut og jólagleði.
Myndin er tekin með nýju linsunni minni (Canon 50 mm 1.4) sem ég fékk loksins í dag.  Hún lofar mjög góðu og lofa ég fullt af skemmtilegum myndum á næstunni :-)Þangað til næst......túdúlúúúú

3 comments:

 1. mjög fallegur, það er svo erfitt að finna fallega jólatrésdúka, þessi er æði!

  ReplyDelete
 2. Vá þessi dúkur er æði :) ég hef einmitt verið að hugsa í mörg ár hvernig dúk ég ætti að fá mér :)
  Og linsan, hlakka til að sjá myndirnar þínar, er einmitt að láta mig dreyma um nýja linsu á vélina mína (á bara linsuna sem fylgdi og er ekkert sérstök)!
  jólakveðja,
  Halla

  ReplyDelete
 3. Flottur dúkur hjá þér. Ég á svona 50 mm linsu og mér finnst hún æði, tek hana helst ekki af vélinni. Góða skemmtun að prófa. Eini gallinn við þessa linsu er að sjónsviðið er svolítið þröngt, maður þarf að bakka mikið til að ná hópmynd.

  ReplyDelete