Sunday, January 6, 2013

Myndabækur

 
Ég held að ég hafi ekki framkallað myndir í hátt í 10 ár og hef ég tekið þær nokkrar síðan ;-) En í staðin hef ég gert svokallaðar myndabækur. 
 
 
 
Hef ég gert 4 bækur og keypt eina hjá ljósmyndara. Svo eru tvær bækur í vinnslu í tölvunni. Algjör snilld þar sem það fer miklu minna fyrir þessum bókum heldur en öllum myndaalbúmunum og svo fara bækurnar líka svona smart á borði :-)
 
 
Fyrirtækið sem ég hef gert bækurnar hjá heitir Blurb og get ég mælt með þeim 100%
 
 
 
   Þú skráir þig á síðunni hjá þeim og halar svo niður bókarforritinu þeirra sem heitir BookSmart. Svo býrðu til bókina til í þessu forriti. Flytur myndirnar yfir í forritið og svo geturðu valið hvað bókin er stór og einnig hvernig uppsetningu þú vilt hafa á blaðsíðunum. 
 
 
Það er tiltölulega einfalt að búa til bókina en það þarf samt smá tíma í byrjun til að átta sig á hvernig allt virkar. Hérna eru smá leiðbeiningar af síðunni þeirra hvernig maður byrjar.
 
 
 
Verðið er gott og kemur það miklu betur út heldur en að framkalla myndirnar og kaupa myndaalbúm og einnig er þetta miklu ódýrara en að nota eins og t.d. Odda.
 
 
 Svo getur maður líka sett inn texta við myndirnar.  Við gerðum t.d. ferðabók úr fyrri ferðinni okkar til Kína (sjá að ofan) þar sem við settum inn allar myndirnar og færslurnar úr vefdagbókinni.  Svo settum við líka inn allar helstu gestabókarfærslurnar.  Algjör snilld fyrir dóttur okkar að eiga þessa bók, lesa söguna sína eins og við upplifðum hana og einni að geta lesið allar kveðjurnar til hennar frá vinum og vandamönnum !  Svo er það á dagskránni að gera ferðabók fyrir hina snúlluna á vormánuðunum :-)
 
kveðja
Kristín

13 comments:

  1. Ohhh svona myndabækur eru svo fallegar. Hef einmitt gert nokkrar svona bækur. Ég hef notað fyrirtæki sem heitir mypublisher, get mælt með þeim, þeir skila fallegu verki og ekki dýrt þar sem þeir eru með tilboð annað slagið og ég hef bækur tilbúnar og panta þegar ég fæ tölvupóst um tilboð :)

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir upplýsingarnar, ég þarf að setjast niður og búa til svona bækur. Myndirnar hlast upp í tölvunni, en það er svo miklu skemmtilegra að skoða þær í fallegri bók, sérstaklega fyrir börnin.Kveðja Stína mas

    ReplyDelete
  3. Flottar bækur, en þetta er einmitt eitt af markmiðum mínum fyrir árið 2013- þe að koma myndunum á bók :)
    kv.
    Halla

    ReplyDelete
  4. Glæsilegt hjá þér Kristín enda eru myndirnar þínar svo dásamlega fallegar að þær eiga vel heima í bók
    Kveðja Adda

    ReplyDelete
  5. Bestu þakkir fyrir þetta, ég hef verið að spá í þetta en hika ekki lengur fyrst þið Agnes mælið með, þetta er náttúrulega bara snilld!

    ReplyDelete
  6. Hi Kristin! Love looking at your pictures (even if I can't read everything). Love your photo books. I had this grand plan to make one every quarter when we came home with Emilia...I'm three years behind. haha!

    ReplyDelete
  7. Þetta er algjör snilld, takk fyrir að deila, "gamla" ekki búin að uppgötva nútíma myndaalbúm! Dásamlegar minningar sem þú hefur gert fyrir dæturnar og ykkur öll :) Kv. Kristín Reynisd.

    ReplyDelete
  8. Gaman að sjá þetta, hef sjálf notað my publisher og verið mjög ánægð. Ætla líka að prófa blurb. Eina er að stundum hafa tollgjöldin verið nálægt verði bókar
    knús
    Ranný

    ReplyDelete
  9. takk fyrir þetta. Sá fyrst svona bók núna í vetur og hugsaði þetta sem sniðuga gjöf. En þetta er auðvitað snilld sem heimilisalbúmin :)
    takk fyrir linkana með
    kv Stína

    ReplyDelete
  10. Þetta eru æðislegar bækur, einmitt markmið mitt fyrir 213 líka að koma mér upp svona bókum. Hvað er ca. verðið á svona bók komin hingað heim? Hef aldrei pantað neitt að utan og geri mér ekki alveg grein fyrir tollagjöldum - sé að ofan að maður gæti tvöfaldað bókaverðið jafnvel.

    ReplyDelete
  11. Algjör snilld !! Ég þarf svo sannarlega af fara að koma mér að verki !! :)

    Knús
    Sigga og fuglarnir

    ReplyDelete
  12. Vá ekkert smá sniðugt! Hvað kostar þetta ca heim komið, ein svona bók?
    kv.Krissa

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég borgaði núna fyrir 2 stórar bækur (33×28 cm), báðar um 150 síður og samtals um 1500 myndir um 30 þúsund kr komnar heim (eftir 9 daga).

      Hægt er að velja minni bækur og fer verðið eftir blaðsíðufjölda. Hér geturðu séð verðið: http://www.blurb.com/pricing

      Delete