Sunday, March 17, 2013

Friday, March 15, 2013

Gamaldags páskamyndir

Fyrir jólin var ég með póst þar sem ég sýndi ykkur gamaldags vintage jólamyndir.  Núna er ég búin að vera á fullu á pinterestinu að finna gamaldags páskamyndir (já, ég á mér ekkert líf ;-))
 
Hægt að nota þær í allskyns föndur, prenta þær út og líma með modge podge á ýmislegt dót og líka til að gera falleg páskakerti.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hægt er að sjá nokkrar fleiri myndir á páskaborðinu mínu á Pinterest.
 
Svo fann ég þessa síðu með fullt af fallegum victorian páskamyndum og einnig fleiri myndum eins og jólamyndum.
 
Njótið :-)

Friday, March 8, 2013

Horft til baka - Febrúar

Úbbs....var næstum því búin að gleyma að setja inn myndasafnið fyrir febrúar en hérna kemur það :-)
 
 
Nú er ég loksins búin að fara á ljósmyndanámskeið til að læra betur á myndavélina mína. Nú get ég farið að nota stillingarnar á myndavélinni í stað þess að vera alltaf á "auto".  Er með fullt af hugmyndum í kollinum hvað ég ætla að gera en þá er það bara að bíða eftir rétta tímanum, rétta veðrinu, rétta "propsinu" osfrv.
 
Þið fáið örugglega að sjá eitthvað af þeim myndum þegar að því kemur ;-)
 
Góða helgi
Kristín Vald
 

Wednesday, March 6, 2013

Lituð páskaegg

Jæja, brjálað veður í dag og ekkert annað að gera en að vera bara í kósý, heimabökuð rúnstykki í ofninum, kertaljós og dundur.  Það styttist í páskana og því tilvalið að fara að huga að páskaföndri.  Við mæðgur gerðum þessi egg um helgina og var rosalega gaman hjá okkur.
 
 
Til að lita eggin þarf bara vatn, edik og matarlit.  Í einn bolla af vatni setti ég svona 1-2 tsk af edik og 1 tsk af matarlit.  Fer bara eftir hvað þið viljið hafa sterkan lit. 
 
 
Ég nennti nú ekkert að vera að blása úr eggjunum, ég bara sauð eggin vel og svo verðum þeim bara hent eftir páska ;-)
 
 
Svo er eggjunum dýft í litablönduna og svo fer bara eftir hvað þið viljið að liturinn sé mikill, hversu lengi eggin eru ofaní.  Eggin mín voru fyrir minn smekk aðeins of lengi í litablöndunni og voru því of dökk.  Vildi hafa þau frekar ljós, geri bara annan skammt bráðlega ;-)
 
 
 
 
 
Svo eru eggin lögð á plötu til að láta þau þorna.
 
 
 
Svo er bara að láta eggin njóta sín og bíða eftir páskunum og vorinu :-)
 
 
 
 
Góða skemmtun :-)
 
Svo er ég með önnur egg í bígerð sem eru enn á tilraunastigi, næ vonandi að sýna ykkur þau fljótlega.
 
......og svo megið þið alveg skilja eftir smá spor í gestabókinni ;-)
 
kveðja
Kristín Vald