Wednesday, March 6, 2013

Lituð páskaegg

Jæja, brjálað veður í dag og ekkert annað að gera en að vera bara í kósý, heimabökuð rúnstykki í ofninum, kertaljós og dundur.  Það styttist í páskana og því tilvalið að fara að huga að páskaföndri.  Við mæðgur gerðum þessi egg um helgina og var rosalega gaman hjá okkur.
 
 
Til að lita eggin þarf bara vatn, edik og matarlit.  Í einn bolla af vatni setti ég svona 1-2 tsk af edik og 1 tsk af matarlit.  Fer bara eftir hvað þið viljið hafa sterkan lit. 
 
 
Ég nennti nú ekkert að vera að blása úr eggjunum, ég bara sauð eggin vel og svo verðum þeim bara hent eftir páska ;-)
 
 
Svo er eggjunum dýft í litablönduna og svo fer bara eftir hvað þið viljið að liturinn sé mikill, hversu lengi eggin eru ofaní.  Eggin mín voru fyrir minn smekk aðeins of lengi í litablöndunni og voru því of dökk.  Vildi hafa þau frekar ljós, geri bara annan skammt bráðlega ;-)
 
 
 
 
 
Svo eru eggin lögð á plötu til að láta þau þorna.
 
 
 
Svo er bara að láta eggin njóta sín og bíða eftir páskunum og vorinu :-)
 
 
 
 
Góða skemmtun :-)
 
Svo er ég með önnur egg í bígerð sem eru enn á tilraunastigi, næ vonandi að sýna ykkur þau fljótlega.
 
......og svo megið þið alveg skilja eftir smá spor í gestabókinni ;-)
 
kveðja
Kristín Vald

12 comments:

 1. Jedúddamína, hvað þau eru nú krúttaraleg!
  Ekki er svo karfan síðri ;)

  *knús til ykkar

  ReplyDelete
 2. Vá þessi eru æðisleg!

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
 3. Brilljiant! Var að sýna Lóunni og Hrafninum eggin og þau vildu náttla drífa í þessu ;-)- soon! Við erum heima í kósýheitum, búin að baka tertu via ljúfmeti :) En eggin eru bara sæt, fallegir pastel litir og ekki skemmir karfan !

  K.Kv.
  Sigga og fuglarnir

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já, um að gera að hafa það kósý í veðrinu....terta via ljúfmeti hljómar of vel, kannski maður hendi í eina með kaffinu ;-)

   Delete
 4. OMG.....krútt, krútt :)

  kv. Bogga

  ReplyDelete
 5. þetta er algjört æði hjá þér, ég sá í fyrra páskaegg lituð með kryddjurtum og fl. kom ótrúlega falleg áferð. linka því á þig ef ég finn það. En vá hvað þessi eru sæt go fín já og karfan fullkomin undir þau :)

  kveðja og knús á ykkur mæðgurnar
  Stína

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk takk :-) Ég var líka búin að finna upplýsingar um svona náttúrulega liti....en var löt og ákvað að fara einföldu leiðina ! Já....karfan klikkar ekki, á eftir að föndra meira í kringum hana !

   Delete
 6. Eggin eru æði en karfan er punkturinn yfir i-ið! :-)

  ReplyDelete
 7. Flott hjá ykkur :-)

  kveðja
  Björg

  ReplyDelete
 8. Skemtilegt og fallegt til að gera með börnunum.
  Kv Ása

  ReplyDelete
 9. Æðislega sæt hjá ykkur ! litirnir eru æði :-)

  Karfan er auðvitað geggjuð !

  :-)

  Knús
  Erla
  heimadekur

  ReplyDelete
 10. Æðislega flott og páskaleg egg :)

  ReplyDelete