Sunday, December 29, 2013

Christmas cottage

Kínakotið í jólabúningi að kvöldi til !
Our Christmas cottage by night !
Kristín

Tuesday, December 24, 2013

24.desember

Aðfangadagur
Síðasti dagurinn í Jólamyndadagatalinu mínu í dag.
Ég fékk þá hugmynd í lok október að hafa svona jólamyndadagatal, að birta eina vetrar- eða jólamynd eða myndasafn á hverjum degi á aðventunni.  Myndir sem fá mann til að gleyma stressinu og ná fram einhverri notalegri "nostalgíu" tilfinningu sem er svo góð. 
Tíminn síðan þá er búinn að vera mjög skemmtilegur en einnig nokkuð krefjandi.  Mikill tími hefur farið hjá mér í hugmyndavinnu, safna propsi og ýmsum hlutum og finna tíma í ýmsar myndatökur (ekki alveg hægt að treysta á veðrið og birtuna hérna á Íslandi í desember).  Þetta verkefni hefur ýtt mér út úr þægindahringnum en að sama skapi hefur það fengið mig til að hugsa hvað ég vil gera með þennan ljósmyndaáhuga minn.  Held að ég sé að finna mína hillu í ljósmynduninni.....og þá er bara að finna út hvað ég vil gera :-)
Ég er orðlaus yfir móttökunum sem ég hef fengið hérna á síðunni.  Ég met öll "komment" og öll "læk" og það er vegna ykkar sem ég held áfram á sömu braut :-) Takk takk <3 div="" style="text-align: center;"> 
Með þessum myndum af litla jólaenglinum mínum vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar :-)
Jólaknús og hlýja
Kristín

 The day before Christmas is today, the last day in my Christmas photo Calendar.
With these pictures of my Christmas Angel I wish you all a Merry Christmas and a Happy new Year :-)
Hugs
Kristín

Monday, December 23, 2013

Waiting for Santa

Beðið eftir Kertasníki á Þorláksmessukvöldi <3 p="">
Kristín

23.desember

Í dag er Þorláksmessa sem þýðir að dagatalið mitt lýkur á morgun...buhuuuu
Margir hafa þá hefð á Þorláksmessu að skreyta jólatréð sitt.  Á mínu heimili höfum við skreytt jólatréð nokkrum dögum fyrir jól til að ná að njóta fegurðarinnar sem lengst :-)



Today, December 23th many people in Iceland have the tradition to decorate the Christmas tree.  I on the other hand like to decorate the tree a few days before Christmas to enjoy the beauty for a longer time :-)


Kristín

Sunday, December 22, 2013

22.desember

Fjórði sunnudagur í aðventu er í dag og kveikjum við því á síðasta kertinu á aðventukransinum.  Fjórða kertið nefnist englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.
Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.

Today is the fourth sunday in advent and we light the fourth candle which is called "Angel candle".

Kristín Vald

Saturday, December 21, 2013

21.desember

Blandan mín og blandan þín,
Egils Malt og Appelsín....

.....og kók eins og blandan er á mínu æskuheimili :-)

The traditional Icelandic Christmas drink. 
A blend of Orange soda (Appelsín) and Malt drink (non alcahol)
and sometimes a splash of Coca cola.

Have a wonderful day :-)

Kristín

Friday, December 20, 2013

20.desember

Þriðji og síðasti hlutinn í þríleiknum okkar; Jólatrésævintýrið, birtist hér í dag.  Þegar stelpurnar voru búnar að ná í jólatréð og festa það á bílinn þurftu þær að sjálfsögðu að fá sér smá nesti, súkkulaðimjólk og smákökur í kuldanum :-)
This is our third and last part in our trilogy, Christmas tree Adventure :-)  When the girls had cut down the tree and brought it to the car it was time for some refreshment, chocolate milk and cookies :-)

Shared with: Favorite photo Friday
Kveðja
Kristín Vald

Thursday, December 19, 2013

19.desember

Stundum eru orð óþörf !



Sometimes words are not necessary !

Kristín :-)

Wednesday, December 18, 2013

18.desember

Áfram höldum við með jólatrés ævintýrið okkar :-) 
Eftir að við náðum í jólatréið þá þurftum við náttúrulega að koma því til byggða.  Þá var sko kallað á afa Valla og fína Land Roverinn hans.  Land Roverinn var gerður að sannkölluðum jólabíl og skemmtu stelpurnar sér konunglega :-)
After we got the Christmas tree we had to transfer it to town.  We talk to grandpa Valli who has this awsome old Land Rover :-)
Kristín Vald

Tuesday, December 17, 2013

17.desember

Að skera út laufabrauð er einn af hápunktum aðventunnar hjá mörgum fjölskyldum og þannig er það líka hjá minni fjölskyldu.  Órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum :-)
My family usually gather together in the Advent to make Laufabrauð, spending a several hours cutting and frying. These deep-fried, thin wheat breads are traditionally cut with intricate decorative patterns, and are mostly eaten at Christmas. The tradition of making Laufabrauð has its roots in the northern part of Iceland, but has spread all over the country.
hugs
Kristín

Monday, December 16, 2013

16.desember

Eruð þið ekki búin að ná ykkur í jólatré ? 
Þessar systur eru búnar að ná sér í tré og gerðu það á þessum fallega vetrardegi :-)







My girls went to pick out our Christmas tree on this cold beautiful Winter day :-)

hugs
Kristín Vald

Sunday, December 15, 2013

Saturday, December 14, 2013

14.desember

10 dagar til jóla !
Eigum við ekki að skella okkur í smá vetrarlautarferð !!

Ég tók þessar skemmtilegu myndir í frostinu mikla í síðustu viku og fyrirsæturnar mínar þær Viktoría og Stefanía voru sko algjörar hetjur og létu frostið ekkert á sig fá :-)

Svo kostar ekkert að skilja eftir eitt lítið komment ;-)










We had a little winter picnic last week when it was freezing cold :-)

Shared with: Favorite photo Friday, Simple things Sunday, Sunday snapshot 
Warm hugs
Kristín