Tuesday, December 24, 2013

24.desember

Aðfangadagur
Síðasti dagurinn í Jólamyndadagatalinu mínu í dag.
Ég fékk þá hugmynd í lok október að hafa svona jólamyndadagatal, að birta eina vetrar- eða jólamynd eða myndasafn á hverjum degi á aðventunni.  Myndir sem fá mann til að gleyma stressinu og ná fram einhverri notalegri "nostalgíu" tilfinningu sem er svo góð. 
Tíminn síðan þá er búinn að vera mjög skemmtilegur en einnig nokkuð krefjandi.  Mikill tími hefur farið hjá mér í hugmyndavinnu, safna propsi og ýmsum hlutum og finna tíma í ýmsar myndatökur (ekki alveg hægt að treysta á veðrið og birtuna hérna á Íslandi í desember).  Þetta verkefni hefur ýtt mér út úr þægindahringnum en að sama skapi hefur það fengið mig til að hugsa hvað ég vil gera með þennan ljósmyndaáhuga minn.  Held að ég sé að finna mína hillu í ljósmynduninni.....og þá er bara að finna út hvað ég vil gera :-)
Ég er orðlaus yfir móttökunum sem ég hef fengið hérna á síðunni.  Ég met öll "komment" og öll "læk" og það er vegna ykkar sem ég held áfram á sömu braut :-) Takk takk <3 div="" style="text-align: center;"> 
Með þessum myndum af litla jólaenglinum mínum vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar :-)
Jólaknús og hlýja
Kristín

 The day before Christmas is today, the last day in my Christmas photo Calendar.
With these pictures of my Christmas Angel I wish you all a Merry Christmas and a Happy new Year :-)
Hugs
Kristín

3 comments:

 1. Æðislega fallegt Kristín mín !! :)
  Jólakveðja frá mér og jólafuglunum mínum :)

  Sigga

  ReplyDelete
 2. Gleðilegt jól Kristín mín og takk fyrir þessar fallegu myndir þær hafa lífgað upp á desember

  ReplyDelete
 3. Thanks for your nice comment <3 Love your pictures, too!!! Merry Christmas!

  Love, Marianne

  ReplyDelete