Sunday, December 1, 2013

1.desember

Loksins hefst Jólamyndadagatalið mitt :-)
1.desember í dag og einnig fyrsti í aðventu og því ekki úr vegi að fyrsta myndin í jólamyndadagatalinu mínu sé af aðventu"kransinum" mínum eða aðventuboxinu mínu.
Kertin eru fjögur og hvert og eitt er táknrænt, til að hjálpa okkur að íhuga boðskap jólanna.
Fyrsta kertið heitir Spádómskerti og minnir á spádóma Gamla testamentisins um frelsarann sem koma skyldi.
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesú barnið er.

Today my Christmas Photo Calendar starts.  Today Advent also starts so I decided to show you my Advent "wreath". The four candles represent the four weeks of Advent.  During the season of Advent, one candle on the wreath is lit each Sunday until Christmas.

Njótið dagsins kæru vinir
Kristín

6 comments:

 1. verður gaman að fylgjast með :) þessi er æðislega falleg

  ReplyDelete
 2. Yndisleg mynd og aðventu"kransinn" svaka flottur :)

  ReplyDelete
 3. Yndisleg mynd og framtak!

  Maður á gott í vændum daglega fram að jólum, húrra!

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ó já....bíddu bara, ég byrja rólega ;-)

   Delete