Saturday, January 12, 2013

Blái skápurinn

Vildi bara sýna ykkur nýjasta djásnið í sumarbústaðnum, bláa skápinn okkar !
 
 
Þar sem allt er svo hvítt og ljós í bústaðnum okkar þá vantaði okkur einhvern lit í stofuna og skáp sem ekki væri of stór.  Fann svo þennan fína furuskáp á blandinu á 20 þúsund og er eiginmaðurinn búinn að dunda sér við að taka hann allan í sundur og mála hann í þessum undurfagra antíkbláa lit (Lady HAVBLÅ (havbris 5351) frá Jötunn).
 
 
Skápurinn kemur ótrúlega vel út og erum við þvílíkt ánægð með hann.
 
Svo fengum við þessar fallegu hvítu höldur í Söstrene, koma vel út á bláum grunni.
 
 
Eigum eftir að finna einhverja fallega hluti í skápinn en ég færði nokkra hluti til fyrir myndatökuna í dag ;-)
 


Fallega englakertið sem ég bjó til.







 
Því miður á ég ekki mynd af skápnum fyrir breytingu þar sem við fengum hann í tveimur hlutum og svo var eiginmaðurinn búinn að rífa hann í sundur áður en ég náði að taka mynd af honum.  En þið vitið hvernig svona furuskápar líta út :-)
 
Kemur hann ekki bara vel út ??
 
kveðja
Kristín

13 comments:

  1. Glæsilegt hjá ykkur kemur mjög vel út og liturinn er æðislegur

    ReplyDelete
  2. Sannarlega hverrar krónu virði, og vel það. Rosa flott eins og allt sem þið gerið :-) kv. Björg

    ReplyDelete
  3. BARA flott hjá ykkur :)

    kv.Bogga

    ReplyDelete
  4. Jedduddamija hvad hann er flottur! Flott radad i hann og dullulegt allt saman. Takk fyrir ad benda okkur a Blurb....buin ad vera dunda mer i thvi undanfarna daga!
    Bestu Kvedjur
    Brynja

    ReplyDelete
  5. Liturinn er æðislegur! væri sko til í svona skáp!

    ReplyDelete
  6. Þetta kemur rosalega vel út, æðislegur litur. Gaman að hafa fengið að sjá þetta hjá þér, ég er sjálf að vinna í að gera upp gamalt snyrtiborð. Kveðja S mAs

    ReplyDelete
  7. Jeminn jú, hann er yndislegur!

    Liturinn dásemd og þið getið verið svo lukkuleg með þetta :)

    ReplyDelete
  8. óvá hann æðislegur skápurinn. Líst vel á það sem við höfum hingað til séð af bústaðnum.
    knús á þig;
    Stína1878

    ReplyDelete
  9. Nohh, jú hann er bara flottur !! :) Ég keypti einmitt sams konar höldur í söstrene á furuskápa sem ég hvíttaði fyrir dáldið löngu síðan.

    Kv.
    Sigga

    ReplyDelete
  10. Guðdómlegur litur!! Skápurinn kemur æðislega flott út!
    kv. Helga Lind

    ReplyDelete
  11. Mikil öfund hèrna megin!!hann er æðislega flottur:-)

    ReplyDelete
  12. Mikið eru við hjónin í Árbænum glöð að sjá hvað gamli furuskenkurinn okkar er orðin glæsilegur, hann hefur greinilega lent í góðum höndum:-)
    Svo er bloggið þitt Kristín mjög flott.
    kær kveðja frá fyrri eigendum:-)

    ReplyDelete
  13. Mikið rosalega er skápurinn flottur hjá ykkur, ég veit sko hvernig hann leit út áður því þið keyptuð hann af mömmu minni og pabba!

    kv. Kristín Hansdóttir - fyrrum Tsí Tsí fluga úr Árseli (lítill heimur ;))

    ReplyDelete