Thursday, January 31, 2013

Horft til baka - Janúar

Eitt af markmiðum mínum fyrir árið 2013 var að taka fleiri myndir og vinna meira í því áhugamáli. Er skráð á ljósmyndanámskeið seinni partinn í febrúar og get ekki beðið.  Hlakka mikið til að læra meira á vélina mína og nota alla þá möguleika sem hægt er að nota......ekki bara að nota auto stillinguna.  En þangað til þá reyni ég að taka fleiri myndir og reyna líka að hugsa út fyrir boxið og taka meira af listrænum myndum. 
 
Ég er að taka þátt í "project 52" sem er að taka eina mynd á viku.  Sumir eru að taka þátt í "Project 365" en það finnst mér aðeins of mikið ;-)  Að sjálfsögðu tekur maður fleiri en eina mynd í hverri viku en núna vel ég eina sérstaka mynd út fyrir hverja viku og vinn hana vel í photoshop/lightroom.  Í lok hvers mánaðar ætla ég svo að velja þessar myndir ásamt nokkrum öðrum og setja þær upp í svona myndasafn eins og hér fyrir neðan.
 
Hérna kemur fyrsta myndasafn ársins, fyrir janúar 2013 !

Tuesday, January 29, 2013

Hrafninn flýgur....

....um loftin blá í Blómvanginum þessa dagana.  Og haldið þið að hún dóttir okkar, 8 ára, hafi ekki smíðað hann í smíði og fært pabba sínum hann í afmælisgjöf um daginn.  Algjörlega flottasti hluturinn sem hún hefur gert í skólanum :-) 
 
Hver veit nema þessi fallegi krummi eignist kannski nokkra bræður á næstunni !
 





 
 

Friday, January 25, 2013

Vetrarljós

Loksins kom smá snjór og ég kíkti út í 10 mínútur með myndavélina og litla ljósið mitt.
 
 
 
 
 
 
 
 

Finally a little snow here in Iceland so I went outside with my camera and my litle girl.
 

Saturday, January 12, 2013

Blái skápurinn

Vildi bara sýna ykkur nýjasta djásnið í sumarbústaðnum, bláa skápinn okkar !
 
 
Þar sem allt er svo hvítt og ljós í bústaðnum okkar þá vantaði okkur einhvern lit í stofuna og skáp sem ekki væri of stór.  Fann svo þennan fína furuskáp á blandinu á 20 þúsund og er eiginmaðurinn búinn að dunda sér við að taka hann allan í sundur og mála hann í þessum undurfagra antíkbláa lit (Lady HAVBLÅ (havbris 5351) frá Jötunn).
 
 
Skápurinn kemur ótrúlega vel út og erum við þvílíkt ánægð með hann.
 
Svo fengum við þessar fallegu hvítu höldur í Söstrene, koma vel út á bláum grunni.
 
 
Eigum eftir að finna einhverja fallega hluti í skápinn en ég færði nokkra hluti til fyrir myndatökuna í dag ;-)
 


Fallega englakertið sem ég bjó til.







 
Því miður á ég ekki mynd af skápnum fyrir breytingu þar sem við fengum hann í tveimur hlutum og svo var eiginmaðurinn búinn að rífa hann í sundur áður en ég náði að taka mynd af honum.  En þið vitið hvernig svona furuskápar líta út :-)
 
Kemur hann ekki bara vel út ??
 
kveðja
Kristín

Sunday, January 6, 2013

Myndabækur

 
Ég held að ég hafi ekki framkallað myndir í hátt í 10 ár og hef ég tekið þær nokkrar síðan ;-) En í staðin hef ég gert svokallaðar myndabækur. 
 
 
 
Hef ég gert 4 bækur og keypt eina hjá ljósmyndara. Svo eru tvær bækur í vinnslu í tölvunni. Algjör snilld þar sem það fer miklu minna fyrir þessum bókum heldur en öllum myndaalbúmunum og svo fara bækurnar líka svona smart á borði :-)
 
 
Fyrirtækið sem ég hef gert bækurnar hjá heitir Blurb og get ég mælt með þeim 100%
 
 
 
   Þú skráir þig á síðunni hjá þeim og halar svo niður bókarforritinu þeirra sem heitir BookSmart. Svo býrðu til bókina til í þessu forriti. Flytur myndirnar yfir í forritið og svo geturðu valið hvað bókin er stór og einnig hvernig uppsetningu þú vilt hafa á blaðsíðunum. 
 
 
Það er tiltölulega einfalt að búa til bókina en það þarf samt smá tíma í byrjun til að átta sig á hvernig allt virkar. Hérna eru smá leiðbeiningar af síðunni þeirra hvernig maður byrjar.
 
 
 
Verðið er gott og kemur það miklu betur út heldur en að framkalla myndirnar og kaupa myndaalbúm og einnig er þetta miklu ódýrara en að nota eins og t.d. Odda.
 
 
 Svo getur maður líka sett inn texta við myndirnar.  Við gerðum t.d. ferðabók úr fyrri ferðinni okkar til Kína (sjá að ofan) þar sem við settum inn allar myndirnar og færslurnar úr vefdagbókinni.  Svo settum við líka inn allar helstu gestabókarfærslurnar.  Algjör snilld fyrir dóttur okkar að eiga þessa bók, lesa söguna sína eins og við upplifðum hana og einni að geta lesið allar kveðjurnar til hennar frá vinum og vandamönnum !  Svo er það á dagskránni að gera ferðabók fyrir hina snúlluna á vormánuðunum :-)
 
kveðja
Kristín

Tuesday, January 1, 2013

Jólaengill


 
Með litla jólaenglinum mínum óska ég ykkur gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það gamla.
 
Áramótaheitið mitt verður að taka fleiri myndir svo þið megið búast við því að bloggið mitt breytist í ljósmyndablogg.  Vonandi haldið þið nú samt áfram á heimsækja mig :-)
 
kveðja
Kristín

Sunday, December 30, 2012

Fjölskylda

 
Kínverska táknið fyrir fjölskyldu :-)
 
Keypti þetta fallega jólaskraut á jólatréð okkar á netinu ásamt nokkrum öðrum kínverskum táknum en þetta finnst mér standa uppúr ! 
 
Gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskylduna mína og hvernig við urðum fjölskylda :-)

Sunday snapshot

Tuesday, December 25, 2012

Gleðileg jól

Gleðileg jól kæru lesendur og takk fyrir allar heimsóknirnar á liðnu ári og takk sérstaklega fyrir öll fallegu "kommentin" sem þið skrifðuð.  Án þeirra væri ég ekki að þessu....þannig að ef þið viljið að ég haldi þessu áfram, endilega að skilja eftir smá kveðju :-)
 
Markmiðið mitt fyrir næsta ár er að læra betur á myndavélina mína og taka meira af myndum.  Er búin að skrá mig á námskeið svo þið getið alveg búist því að sjá eitthvað meira af myndum á blogginu mínu á nýju ári.  Svo reyni ég að sýna eitthvað annað skemmtilegt inná milli.
 
Hér eru svo nokkrar myndir sem ég tók í gær, aðfangadag af stelpunum mínum.
 







Jólaknús
Kristín
 
 


Sunday, December 23, 2012

Jólagleði

Jæja, jólagleðin er allsráðandi í Blómvanginum þessa dagana.  Allt komið í jólabúninginn og hér er beðið eftir jólunum í rólegheitunum.  Tók nokkrar myndir af jólagleðinni og vona að þið njótið eins vel og við gerum :-)
 
Rauðir túlipanar finnst mér ómissandi um jólin.
 
 
Jólatréð í stofu stendur.....
 
 
Nokkur falleg hjörtu fá að njóta sín, öll keypt í ILVU.
 
 
 
 
 
Fallega Habitat jólatréð mitt, orðið örugglega 9 ára gamalt en alltaf sígilt !
 

 
Hreindýrin sætu úr ILVA.
 
 
Málaði þessa jólasveina fyrir löngu og þykir mér voðalega vænt um þá.
 
 
 
Litli þæfðu eplin fékk ég í jólagjöf í fyrra frá eldri dóttur minni.  Dagatalið okkar í baksýn.
 
 
Sætar krukkur úr Rúmfó, bætti smá borða utanum þær til að gera þær aðeins jólalegri :-)
 
 
Jólastelpurnar, keyptar í Hagkaup fyrir nokkrum árum.
 
 
....og hreindýr að sjálfsögðu !
 
 
 
 
 
Hef alltaf fundist svona syngjandi fjölskyldur svo jólalegar og fann þessa fyrir nokkrum árum.
 
 
Eitt skemmtilegt og öðruvísi hreindýr :-)
 
 
 
Engillinn minn frá Kötu er uppi hjá mér allt árið, en verður jólaengill um jólin :-)
 
 
Lítill sætur bambi úr Myconceptstore.
 
 
Jólapósturinn á sínum stað.
 
 
Nýjasta framleiðslan í Blómvanginum, lurkakertastjakar.   Já, ég sendi kallinn út í garð til
að bjarga jólagjöfunum :-)  Maður verður nú að bjarga sér á þessum síðustu og verstu !!
 
 
....og svo verður svo kósý þegar skyggja tekur.
 
 
 
Njótið nú jólanna kæru bloggvinir :-)
 
kveðja
Kristín