Monday, December 7, 2015

December 7. Chocolate bark

Súkkulaðibörkur.....hvernig ljómar það, eitthvað nýtt og framandi :)  Á ensku heitir þetta Chocolate Bark og fannst mér upplagt að yfirfæra þetta yfir á íslenskuna þar sem það virðist ekki vera til neitt orð yfir þetta góðgæti á okkar ástkæra ylhýra :)

Ég fékk uppskrift af þessu góðgæti fyrir mörgum árum hjá vinkonu minni og þá var þetta sannkallað jólanammi, súkkulaði með Bismark brjóstsykri.  Svo gott og jólalegt og upplagt að gera í litlar jólagjafir.

Ég ákvað svo að prófa tvær nýjar útgáfur, súkkulaðibörk með pistasíuhnetum, trönuberjum og sjávarsalti....mmmm....gómsætt !!  ....og svo uppáhaldið mitt, súkkulaðibörkur með Tyrkish peper brjóstsykri :)

Mjög einfalt að búa þetta til og svo er hægt að prófa sig áfram með allskyns útfærslum.  Svo er fallegt að pakka súkkulaðiberkinum í fallega gjafapakkningu og gefa í litlar aðventu- og jólagjafir....svona fyrir þá sem eiga allt :)

Uppskriftirnar koma hér fyrir neðan !

Verði ykkur að góðu :)



Súkkulaðibörkur með pistasíum, trönuberjum og sjávarsalti

600 gr dökkt súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði)
Pistasíukjarnar
Trönuber
Sjávarsalt


Setið smjörpappír í ofnskúffu.  Skerið pistasíukjarnana og trönuberin í aðeins smærri bita.
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og þegar það er bráðið hellið því í ofnskúffuna og dreifið úr því.
Dreifið úr pistasíukjörnunum og trönuberjunum yfir súkkulaðið og þrýstið létt á. Dreifið svo sjávarsaltinu yfir (allt eftir smekk). Setið svo í ísskáp yfir nótt.  Svo er hægt að brjóta súkkulaðibörkinn í bita.  Gott er að geyma súkkulaðið í kæli.




Þetta fannst mér góð blanda, jólaleg og falleg.  Svo er ótrúlegt hvað sjávarsaltið gefur mikið og skemmtilegt bragð :)





Súkkulaðibörkur með Bismark brjóstsykri

300 gr suðusúkkulaði
300 gr hvítt súkkulaði
2 pokar bismark brjóstsykur (eða eftir smekk)


Setið smjörpappír í ofnskúffu.  Brjótið brjóstsykurinn í plastpoka (ekki gott ef það er of mikil mylsna)
Bræðið hvíta súkkulaðið í vatnsbaði og þegar það er bráðið hellið því í ofnskúffuna og dreifið úr því.  Setjið svo í kæli í 30 mín.
Bræðið þvínæst dökka súkkulaðið, takið hvíta súkkulaðið út úr ískápnum og hellið dökka súkkulaðinu yfir það hvíta og dreifið úr því.
Dreifið síðan úr brjóstsykrinum yfir súkkulaðið og þrýstið létt á.  Setið svo í ísskáp yfir nótt.  Svo er hægt að brjóta súkkulaðibörkinn í bita.  Gott er að geyma súkkulaðið í kæli.




Þessi blanda er ótrúlega jólaleg og góð og stelpunum mínum fannst hún best.  Piparmyntan er líka svo jólaleg :)




Súkkulaðibörkur með Tyrkish peper brjóstsykri

500 gr rjómasúkkulaði (Ég notaði Nóa rjómasúkkulaði)
2 pokar Tyrkish pepper brjóstsykur (eða eftir smekk)

Setið smjörpappír í ofnskúffu.  Brjótið brjóstsykurinn í plastpoka (ekki gott ef það er of mikil mylsna)
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og þegar það er bráðið hellið því í ofnskúffuna og dreifið úr því.
Dreifið úr brjóstsykrinum yfir súkkulaðið og þrýstið létt á.  Setið svo í ísskáp yfir nótt.  Svo er hægt að brjóta súkkulaðibörkinn í bita.  Gott er að geyma súkkulaðið í kæli.

Þetta fannst mér rosalega góð blanda.  Sérstaklega þar sem ég elska Maribou súkkulaðið með svarta saltlakkrísnum.....þessi er ekkert síðri :)






Svo er fallegt að brjóta niður súkkulaðibörkinn í hæfilega stóra bita og setja t.d. í litla gjafapoka eða kassa og gefa í litlar aðventugjafir :)


Chocolate bark recepies :)


Homemade holiday gifts are one of my very favorite things. I love thoughtful, personalized gifts that are truly made with love! Homemade chocolate bark is probably one of the most favorite edible homemade gifts to make. 

The possibilities for flavors and toppings is endless and you can really create something super special for whoever will receive it. It is super easy to make your chocolate bark allergen friendly, too. The list could go on and on.


Once you’ve made your bark, grab some super cute packaging, a paper bag or pouch, a box, some ribbon or baker’s twine etc and add a cute label telling the recipient what’s on/in their bark.

How-to Make Chocolate Bark

What you’ll need:
 8-10 ounces of good quality chocolate (milk, dark, white), chopped
 Toppings and add-ons of your choice: dried fruit, nuts, seeds, granola, cookies, popcorn, pretzels, candy, herbs, spices, dried botanicals, sea salt, etc
parchment paper or foil
cookie sheet
spatula
                                                                  
Melt the chocolate over double boiler using hot but not boiling water, in the microwave in 30 second increments or a chocolate melter. However you melt it, stir regularly as you are melting the chocolate. Keep the chocolate under 90ºF, so that it doesn’t seize up on you. If on the stove top, you can remove from the heat if necessary, as you go.

Once melted, pour the chocolate onto a foil or parchment paper lined baking sheet. Using a rubber spatula or offset spatula, spread the chocolate evenly until it is about 1/8 – 1/4 inch thick, or as thick as you want it to be.

Sprinkle any toppings you are using, evenly over top the melted chocolate. Figure approximately a total of 1 cup of toppings for every half pound (8 ounces) of chocolate. If you are using three different ingredients, you would likely want to go with 1/3 cup of each.

Sprinkle any toppings you are using, evenly over top the melted chocolate. Figure approximately a total of 1 cup of toppings for every half pound (8 ounces) of chocolate. If you are using three different ingredients, you would likely want to go with 1/3 cup of each.

Enjoy

Kristín :)

9 comments:

  1. Þú ert nú meiri snillinn - búin að bjarga jólanamminu á mínum bæ og nú er bara að bretta upp ermar og drífa í 'essu :)

    Kv. Sigga og bördarnir

    ReplyDelete
  2. ómæ þú ert nú alveg með þetta. Ég hef gert svona piparmyndu bark og get staðfest að þetta er svo einfalt og jólalegt, nú langar mig til að gera allar þinar útgáfur. þær eru hver annari girnilegri og svo eru það myndirnar..... algjört æði.
    Takk fyrir dásemdar póst

    ReplyDelete
  3. Já þetta er svo sniðugt þar sem maður getur notað hvaða samsetningu sem er svo nú er bara að fara í tilraunastarfsemi :)

    knús í hús

    ReplyDelete
  4. Þetta lítur nú vel út, tilvalið að prufa um helgina :)

    ReplyDelete
  5. Verð með alla fjölskylduna(12 manns)hjá mér um jólin og þetta sælgæti verður því alveg kjörið! Einfalt, fljótlegt og með 3 sortir fá allir eitthvað við hæfi. Snilld, kærar þakkir fyrir að deila með okkur ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Frábært....já, þetta er algjörlega málið :)

      Gangi þér vel
      Kristín

      Delete
  6. Kristín snilli :D Ætla að gera þetta sko ;) :)

    Kv. Sigga og fuglarnir

    ReplyDelete
  7. December 7 Chocolate Bark is a delightful treat, perfect for the holiday season. Which One Better The rich, velvety chocolate combined with an array of toppings creates a symphony of flavors and textures.

    ReplyDelete